Sunday, May 28, 2017

Einkunnir og helgarfrí!


Í vikunni fékk ég loksins einkunnirnar mínar fyrir vorönnina í skólanum og mér til mikillar gleði náði ég öllu. 40 f-einingum eða 8 áföngum með frábærum einkunnum. Önnin var vægast sagt strembin og ég var oft við það að gefast upp. Ég veit ekki hversu oft ég grenjaði undan álaginu í skólanum sem bættist ofan á flutninga og sorgina. Þótt það sé freistandi að tala eingöngu um það hversu ánægð ég sé og stolt af sjálfri mér fyrir að hafa staðið mig svona vel í skólanum þá finnst mér ég ekki geta sleppt því að fjalla um báðar hliðarnar.
Á þriðjudagsmorguninn beið ég spennt eftir því að einkunnirnar birtust á Innu og það láku gleðitár þegar ég hringdi í mömmu mína og sagði henni hversu vel mér hafði gengið. Þegar ég skellti á breyttust gleðitárin hinsvegar í sorgartár og ég lá í rúminu í góða stund og grét úr mér augun af söknuði til pabba míns. Ég var sorgmædd, sár og reið yfir því að geta ekki deilt þessum gleðifréttum með honum og fá ekki að heyra hann segja að hann væri stoltur af mér. Ég get auðveldlega heyrt hann segja það í huganum því hann hafði oft sagt mér það og það er sárt að þurfa að sætta sig við það eingöngu. Á sama tíma fannst mér svo skrýtið að líða svona. Að vera glöð og stolt af sjálfri mér en samt sorgmædd.
Helginni eyddi ég svo í Feneyjum með vinkonu minni og náði að fagna og gleðjast yfir góðum árangri í skólanum og bara lífinu sjálfu. Við skoðuðum borgina vítt og breytt, borðuðum æðislegan mat og mikið af ís. Feneyjar eru eins og völundarhús og það er ekkert mál að rölta um heilan dag án þess að hafa hugmynd um hvar maður sé. Þannig labbaði ég um það bil 35 kílómetra yfir helgina á sandölum takk fyrir pent.





Þar til næst
Freydís


Sunday, May 21, 2017

Fair trade, minimalískt OOTD


ENGLISH VERSION BELOW

Ég var ekki alveg viss hvað ég ætti að kalla þessa færslu þar sem þetta outfit var ekki fyrir neitt sérstakt tilefni heldur eitthvað sem ég klæðist mjög oft þessa dagana. OOTD er því kannski ekki alveg rétti titillinn en þið fattið mig vonandi. 

Ég fjallaði um það í færslunni Ég er að pakka að ég yrði að tileinka mér ákveðinn minimalisma þegar kemur að klæðnaði og það hefur reynst mér ágætlega hér á Ítalíu. Ég þarf lítið að pæla í hverju ég vil vera, þvæ þvottinn minn einu sinni í viku og þarf ekki sífellt að vera að taka til eða brjóta saman þvott. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á mannréttindum og eftir að ég komst að því hvað fataiðnaðurinn skeytir litlu um réttindi fólks sem vinnur við fataframleiðslu langaði mig ekkert að taka þátt í þessum leik lengur. Áhugi minn á tísku færðist úr því að langa að eiga eins mikið af fötum og ég gæti yfir í það að búa mér til klassískan fatastíl úr færri en gæðameiri flíkum. Minimalískur, klassískur fataskápur er langtímamarkmið sem ég vinn smátt og smátt að. 




Mig hefur langað til að fjalla um þennan kjól frá því ég fékk hann en mamma mín gaf mér hann í fyrir fram afmælisgjöf nokkru áður en ég fór út. Hann er frá merkinu Kowtow sem framleiðir flíkur úr lífrænni, fair-trade bómull. Sniðið er mjög afslappað og er kjóllinn mjög flottur við gallabuxur eða leggings en er samt nógu síður til að vera berleggja eða í sokkabuxum. Ég hef líka prófað hann við blazer og kom það mjög vel út. 




Ég geri mér grein fyrir því að hér er ég að birta mynd af drulluskítugum skóm en ég hef notað þá daglega frá því ég kom til Ítalíu svo það er ekki að undra. Flestir eru eflaust farnir að kannast við TOMS og hugmyndafræðina á bakvið merkið. Þessa skó keypti ég mér seinasta sumar á Spáni og er þetta annað parið sem ég eignast. Hitt parið notaði ég þar til það gjöreyðilagðist með götum á tám og hælum. 


look at all my mosquito bites! 

I wasn't sure what to call this blogpost because this isn't really an outfit of ONE special day but an outfit I've been wearing a lot recently. OOTD didn't really seem to fit but i hope you get the point. 

I talked about it in another post that I would have to adopt a more minimalist lifestyle when it comes to clothing and it has been serving me well now that I'm spending the summer in Italy. I don't have to worry about what to wear and I don't have to spend all my time washing and folding my laundry.
I have always been passionate about human rights and after I found out how the clothing industry doesn't care about the rights of it's workers I didn't really feel like playing this fashion game anymore. My fashion goals and interests went from wanting to have as many clothes as possible to wanting to build a classic wardrobe with good quality clothes. This is a long term goal that I am slowly working towards.

I've been wanting to write about this dress ever since I got it. My mom gave it to me as an early birthday present about a month before I left. He is from a brand called Kowtow which produces clothes from fair-trade organic cotton. The fit of the dress is very relaxed and it looks good with anything. Jeans, tights or bare legged and I've even worn it with a blazer. 

The shoes, which are VERY dirty are my true and trusty TOMS. I have used them daily since i got here so there's no wonder why they are a bit dirty. I don't think I have to go into details about this brand and the ideology behind it because it has become so popular in the last few years. This pair I got in Spain last summer and is the second pair of Toms I've owned. The first pair I used until they were destroyed and there were holes on the toes and the heels.


-Freydís 




Sunday, May 14, 2017

ÍTALÍA vol1: ferðasaga, afmæli o.fl.


English below


Nú er fyrstu vikunni minni hér á Ítalíu senn að ljúka og mér finnst kominn tími á smá frásögn. Ég lenti á marco polo flugvellinum að kvöldi mánudagsins 8. maí þar sem au-pair mamman Arianna tók á móti mér með faðmlagi. Klukkan var orðin það margt þegar við komum heim að stelpurnar voru farnar að sofa og ég sjálf var það þreytt að ég fór beint að sofa. Ég hitti au-pair krakkana mína því snemma morguninn eftir og þá voru þær skiljanlega mjög feimnar enda skrýtið að vakna einn morguninn með ókunnuga manneskju heima hjá sér. Ég fylgdi þeim ásamt mömmu þeirra í leikskólann og skólann en au-pair pabbinn Nicola var erlendis í vinnuferð. Á meðan allir eru að heiman er ég í fríi en ég hjálpa líka til við létt húsverk. Frítímann hef ég svo nýtt í að koma mér fyrir, sleikja sólina og skoða mig um. 

Á Fimmtudag og Föstudag var vorfrí í í skólanum og leikskólanum svo Nicola (sem þá var kominn til baka úr vinnuferðinni) tók sér frí á Fimmtudeginum og á Föstudeginum voru bæði Arianna og Nicola í fríi svo við fórum öll í lautarferð í æðislegum garði sem er í um það bil klukkutíma akstursfjarlægð frá heimilinu. Á bakaleiðinni stoppuðum við svo hjá Garda-vatninu.

Á laugardaginn varð ég tvítug og var afmælisdeginum að mestu eytt úti í garði á trampolíni með au-pair krökkunum og ég fékk köku, afmælissöng á ítölsku og ensku og kveðjur að heiman. 

Í dag ákvað ég að taka mér hjólatúr inn í borgina Treviso en um helgina var ákveðin hátíð til heiðurs Alpini-hermönnum (veit ekki meira um þá en að þeir ganga um með Pétur Pan hatta). Það var mjög mikið af fólki í miðborginni og skrúðgöngur alla helgina frá morgni til kvölds sem var mjög áhugavert að sjá. 

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir sem ég hef tekið í vikunni. Það er allt SVO fallegt hér á Ítalíu og ég verð að segja að mér lýst bara ágætlega á þetta allt saman.

-Freydís




Garðurinn - The park 

Útsýnið í garðinum - the view in the park

Stelpurnar/The girls - Elena, Gioia & Jasmine

Garda vatnið



Treviso


Now my first week here in Italy is over and i think it´s story-time. I landed on Marco Polo airport on Monday evening on 8th of may where the au-pair mom Arianna greeted me with a hug. It was late when we came home so the girls were fast asleep. I met them early next morning and they were understandably really shy, its probably weird waking up and a strange person is in your house. I went with them and Arianna to the kindergarten and the school but the au-pair dad Nicola was away on a work trip. While everybody is away from home I have free-time but i also help with some light chores. So far I have used my free-time to unpack, lick the sun and explore. 

Thursday and Friday the girls had spring break so on Friday the whole family (and me) went to a picnic in a beautiful park about an hour drive from home. On the way home we stopped by the Garda-lake. 

On Saturday I became twenty and my birthday was mostly spent in the garden on the trampoline with the au-pair kids and i got a cake, birthday song and birthday greetings from home. 

Today I decided to go on a bike-ride to the city Treviso but this weekend they had this festival for the Alpini-army (i dont know more about them except they wear Peter Pan hats). There were a lot of people in the city-center and parades all day long which i thought was very interesting. 

The pictures above are just a few of many i have taken in the past week. Everything is so beautiful here in Italy and i have to say so far so good. I think I really like it here. 

-Freydís


Monday, May 8, 2017

Ég er að pakka!


jæja, þá er komið að því. Þegar ég birti þessa færslu er ég líklegast búin að pakka og farin af stað en ég ætla að gerast landkönnuður og stinga af frá Íslandi í sumar. Ég er að fara til Ítalíu og ætla að vera þar sem aupair næstu fjóra mánuði. Gaman gaman. 

Ég pantaði flugið út í janúar og þá var ég meira að hugsa um að kaupa sem ódýrastann miða frekar en að ég væri að flytja erlendis í fjóra mánuði og þyrfti kannski að taka með mér eitthvað af dóti. Því er það svo að ég má taka með mér eina tuttugu kílóa tösku og fimm kílóa handfarangur. 

Það er því ekkert annað í stöðunni en að vera svolítið minimalísk og vegna þess hvað ég er sjálf forvitin að eðlisfari, búin að lesa örugglega skrilljón pökkunnarblogg og horfa á ótal how to - myndbönd þá langaði mig að deila mínum (nokkuð) minimalíska farangi. 




Ég ætla ekkert að fara svo náið út í hverja og eina flík því þá yrði þessi færsla allt of löng, en þetta eru í kring um 30 flíkur + nærföt, sokkar og sundföt. Ég reyndi bara að passa að hafa jafnvægi á efri og neðri flíkum, að ég geti klætt allt upp eða niður eftir tilefnum og að ég geti bætt á eða fækkað fötum eftir veðri. 



Snyrtitaskan mín endar alltaf úttroðin og yfirleitt tek ég eina tösku fyrir snyrtivörur og aðra fyrir málningardót. Ekki núna því ég ætla ekki að taka neitt málningardót með mér. Það er ákveðin áskorun á sjálfa mig en ég er búin að vera að æfa mig upp á síðkastið að vera ómáluð við hin ýmsu tilefni. Ég ætti alveg að geta komist af eitt sumar án þess að mála mig og njóta þess bara að vera brún, freknótt og sæt. 



Þá er allt komið í töskuna og ég held ég hafi ekki gleymt neinu. Engu mikilvægu allavega. Hér eru líka þeir skór sem ég ætla að hafa með mér, túrtaskan mín (þessi bleika með fiðrildunum), lyf, taupokar og í röndóttu töskunni eru raftæki. Ekki má heldur gleyma smá broti af Íslandi til að gefa aupair-fjölskyldunni minni þarna úti. Harðfiskur, lakkrís og Sjálfstætt fólk. Þarf eitthvað meira?


Fyrir sumum er þetta kannski ekkert svo minimalískur farangur og ef ég á að segja alveg satt þá var taskan öööörlítið í yfirvigt en það slapp. Kenni Laxness um.
 

Chiao!
-Freydís Leifs








Friday, May 5, 2017

Ég smíðaði mér húsgagn!



Ég smíðaði mér borð í skólanum í vetur og langaði að segja aðeins frá því. 

Í vetur þegar ég var að velja fyrir vorönnina í skólanum var ég kominn með mjög mikinn námsleiða. Mig langaði því að prófa eitthvað alveg nýtt og komst að því að skólinn minn býður upp á trésmíði sem valáfanga. Mig langaði mjög að prófa að taka smíðaáfanga því ég hef mikinn áhuga á fallegum húsgögnum en var mjög tvístígandi því mig grunaði að ég yrði eina stelpan og það þótti mér nokkuð óþæginleg tilhugsun. Ég ákvað þó að láta það ekki á mig fá og láta vaða í þennan "strákaáfanga". 
 Ég hef aldrei upplifað það að vera eina stelpan áður og miðað við það að einhver spurði hvort ég væri VILLT þegar ég mætti í fyrsta tímann þá held ég að strákarnir hafi ekki verið að búast við mér sem bekkjarfélaga. 
Ég fékk alveg að upplifa að ég væri eina stelpan og til að byrja með held ég að nokkrir strákanna hafi verið smá smeykir við mig (ekki veit ég afhverju). Í flestum áföngum sem ég hef verið í hingað til hef ég orðið málkunnug einhverjum og getað spjallað við í tímum en ekki í þessum áfanga. Það var ekki fyrr en í næstsíðustu vikunni að einn strákanna þorði að tala við mig og spurði hvað ég væri að smíða. 
Ég verð að viðurkenna að þetta var alveg pínu erfið önn og ég hugsaði oft um að hætta í áfanganum en ég er mjög fegin að hafa ekki gert það. Ég er mjög stolt af afrakstri áfangans sem er þetta undurfallega borð.
Ég hannaði það með smá innblæstri frá pinterest en það er úr furu sem ég lakkaði svo með tekklituðu lakki. Mér líður pínu eins og þetta sé litla barnið mitt. Ég veit að það er alls ekki jafnt fullkomið og ef ég hefði keypt mér borð úti í búð en mér finnst "gallarnir" bara gefa því persónuleika. 




Ég ætlaði mér ekki að hafa þessa færslu svona persónulega en það bara gerðist. 

Þar til næst
-Freydís


Wednesday, April 19, 2017

Nokkrar uppáhalds second hand

Follow my blog with Bloglovin


Þeir sem þekkja mig vel vita að notuð föt eru ástríða hjá mér. Það er ákveðin spenna sem fylgir því að fara í fjársjóðsleit á nytjamarkað og tilfinningin sem fylgir því að finna gersemar á lítinn pening er eins og að vinna í lottó (hef samt aldrei unnið í lottó). Kostirnir við það að versla notuð föt eru óteljandi. Þau eru oft ódýrari en alveg ný föt, margir nytjamarkaðir nota gróðann til þess að styrkja góð málefni og svo er bara einhver sjarmi yfir gömlum fötum. Hér eru nokkrar af mínum uppáhalds flíkum og sagan hvernig þær komust í mínar hendur.

babydoll náttbolur



Þennan bol keypti ég í búð sem hét Hosíló sem var lengi á Selfossi. Ég held ég hafi verið svona 14 ára þegar ég keypti þennan bol og svo endaði hann uppi á háalofti í nokkur ár. Síðustu 3 árin hef ég samt notað hann mjög mikið og elska að klæðast honum yfir rúllukragabol eða kjól. Svona bolir voru mjög vinsæll náttklæðnaður á sjöunda áratugnum (ca 1960). Fyrir mér er þetta hinn fullkomni bolur til að dressa upp eða niður eftir tilefnum.


Ralph Lauren peysa



Ég rakst á þessa peysu á nytjamarkaði í Barcelona þegar ég fór þangað í skólaferðalag í mars á þessu ári og þið trúið varla hvað ég var spennt þegar ég fann peysuna. Þetta var í eitt af þessum skiptum þar sem allir bekkjarfélagar mínir höfðu farið í H&M og ég ekki nennt með. Það leit engan veginn út fyrir að neitt spennandi gæti leynst í þessari búð en ég var ekki búin að róta lengi þegar ég fann peysuna og hún kostaði ekki nema 15 evrur! 

Versace satínskyrta




Þessa gullfallegu satínskyrtu græddi ég þegar kærastinn minn aðstoðaði foreldra vinar síns að taka til í fataskápum heimilisins. Þegar hann nefndi að ég hefði áhuga á gömlum fötum var mér eiginlega skipað að koma og fara í gegnum fötin sem þau ætluðu að losa sig við og ég sé ekki eftir því! Ég hef fengið mjög mikil not út úr þessari skyrtu sem er bæði hrikalega falleg og þægileg. 



Þar til næst
Freydís


Tuesday, March 28, 2017

LUSH haul & review


Um daginn skelltum við vinkona mín okkur í smá skvísuferð til Lundúna og þá var smá verslað. Við fórum meðal annars inn í uppáhalds búðina mína í öllum heiminum - Lush og eyddum þar góðri stund. Fyrir þá sem ekki vita selur Lush ferskar og handgerðar snyrtivörur sem eru 100% vegetarian, cruelty free, náttúrulegar, fair trade vottaðar og margar hverjar vegan. Á heimasíðunni þeirra er líka hægt að sjá lista yfir innihaldsefni og lesa um hvert efni fyrir sig. Lush reynir einnig að nota sem umhverfisvænstar umbúðir. Ég hef áður prófað allskonar bað-bombur, olíur og maska og hingað til fílað flest sem ég hef prófað svo í þetta skiptið ákvað ég að prófa eitthvað alveg nýtt.


Ég keypti mér þetta sjampó sem heitir Jason and the argan oil. Það er vegan sjampóstykki og lyktar SJÚKLEGA vel. Ef ég á að segja eins og er þá batt ég ekki miklar vonir við þetta sjampó, enda bara vön að nota sápur í fljótandi formi en vinkona mín keypti sér alveg eins sjampó og við erum sammála því að Jason er bara helvíti fínn! Held að hárið mitt hafi sjaldan litið jafnt vel út og mér finnst ég þurfa að þvo það sjaldnar. Vegna þess að þetta sjampó er í föstu formi er það ekki selt í umbúðum. Af því að ég ferðast mikið ákvað ég að kaupa svona krúttlega tin-öskju utan um sjampóið og hárnæringuna svo það myndi ekki brotna allt út um allt í ferðatöskunni.

Jason and the argan oil



Hárnæringin sem ég keypti heitir BIG og ber nafn með rentu. Á heimasíðu Lush segir að tilgangur vörunnar sé að láta þér líða eins og hafmeyju og svona úr æskuminningum eru hafmeyjur ALLTAF með fallegt hár. Mér finnst aðeins furðulegra að nota hárnæringu í föstu formi heldur en sjampóið því hún freyðir ekkert það mikið og mér líður einhvern veginn ekki eins og ég sé að setja neitt rosalega mikið í hárið á mér. Þegar ég skola næringuna úr kemur þó í ljós að maður þarf ekkert mikið því hárið verður alveg silkimjúkt. Ég veit ekki hvort ég er ein um það en þegar ég nota venjulega hárnæringu set ég alltaf heilan helling og hárnæringarbrúsinn klárast alltaf langt á undan sjampóbrúsanum en með þessa næringu er eiginlega ekkert hægt að setja of mikið. Eins og sjampóið er hárnæringin vegan sem mér finnst mikill kostur.


BIG



Sjampóið og hárnæringin


Ókei, þetta hljómar kannski smá spes en ég keypti mér tannkrem í töfluformi. Það virkar þannig að maður bryður töflurnar á milli tannanna, bleytir svo tannburstann (valfrjálst) og burstar eins og með venjulegu tannkremi. Ég keypti mér tvær týpur, annars vegar BOOM sem er svart tannkrem og hins vegar Sparkle sem er djúphreinsitannkrem. Mér finnst mjög fínt að nota þessi tannkrem einu sinni á dag því það er ekkert flúor í því og ég finn að ef ég nota það eingöngu verða tennurnar svolítið viðkvæmar en ég er með frekar viðkvæmar tennur fyrir. Það hreinsar tennurnar rosalega vel og ég finn að svarta tannkremið gerir þær extra hvítar. Bæði tannkremin eru vegan.




Síðasta varan sem ég keypti er body lotion/handaáburður sem ber nafnið Charity pot. Ég keypti þetta krem ekki vegna þess að mig vantaði eitthvað krem heldur vegna þess að Lush gefur 100% ágóða þess til grasrótar-góðgerðasamtaka (grassroots charities). Ég ætlaði mér fyrst að gefa mömmu minni þetta krem en þegar ég kom heim frá London vorum við að flytja svo ég var ekkert að pakka upp úr töskunni og þá fór ég í skólaferðalag til Spánar í viku þannig ég eiginlega gleymdi að ég ætti þetta krem. Þegar ég loksins prófaði það langaði mig ekkert að gefa það frá mér því ég mér finnst svo góð lykt af því.


Þar til næst
-Freydís