Sunday, May 14, 2017

ÍTALÍA vol1: ferðasaga, afmæli o.fl.


English below


Nú er fyrstu vikunni minni hér á Ítalíu senn að ljúka og mér finnst kominn tími á smá frásögn. Ég lenti á marco polo flugvellinum að kvöldi mánudagsins 8. maí þar sem au-pair mamman Arianna tók á móti mér með faðmlagi. Klukkan var orðin það margt þegar við komum heim að stelpurnar voru farnar að sofa og ég sjálf var það þreytt að ég fór beint að sofa. Ég hitti au-pair krakkana mína því snemma morguninn eftir og þá voru þær skiljanlega mjög feimnar enda skrýtið að vakna einn morguninn með ókunnuga manneskju heima hjá sér. Ég fylgdi þeim ásamt mömmu þeirra í leikskólann og skólann en au-pair pabbinn Nicola var erlendis í vinnuferð. Á meðan allir eru að heiman er ég í fríi en ég hjálpa líka til við létt húsverk. Frítímann hef ég svo nýtt í að koma mér fyrir, sleikja sólina og skoða mig um. 

Á Fimmtudag og Föstudag var vorfrí í í skólanum og leikskólanum svo Nicola (sem þá var kominn til baka úr vinnuferðinni) tók sér frí á Fimmtudeginum og á Föstudeginum voru bæði Arianna og Nicola í fríi svo við fórum öll í lautarferð í æðislegum garði sem er í um það bil klukkutíma akstursfjarlægð frá heimilinu. Á bakaleiðinni stoppuðum við svo hjá Garda-vatninu.

Á laugardaginn varð ég tvítug og var afmælisdeginum að mestu eytt úti í garði á trampolíni með au-pair krökkunum og ég fékk köku, afmælissöng á ítölsku og ensku og kveðjur að heiman. 

Í dag ákvað ég að taka mér hjólatúr inn í borgina Treviso en um helgina var ákveðin hátíð til heiðurs Alpini-hermönnum (veit ekki meira um þá en að þeir ganga um með Pétur Pan hatta). Það var mjög mikið af fólki í miðborginni og skrúðgöngur alla helgina frá morgni til kvölds sem var mjög áhugavert að sjá. 

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir sem ég hef tekið í vikunni. Það er allt SVO fallegt hér á Ítalíu og ég verð að segja að mér lýst bara ágætlega á þetta allt saman.

-Freydís
Garðurinn - The park 

Útsýnið í garðinum - the view in the park

Stelpurnar/The girls - Elena, Gioia & Jasmine

Garda vatniðTreviso


Now my first week here in Italy is over and i think it´s story-time. I landed on Marco Polo airport on Monday evening on 8th of may where the au-pair mom Arianna greeted me with a hug. It was late when we came home so the girls were fast asleep. I met them early next morning and they were understandably really shy, its probably weird waking up and a strange person is in your house. I went with them and Arianna to the kindergarten and the school but the au-pair dad Nicola was away on a work trip. While everybody is away from home I have free-time but i also help with some light chores. So far I have used my free-time to unpack, lick the sun and explore. 

Thursday and Friday the girls had spring break so on Friday the whole family (and me) went to a picnic in a beautiful park about an hour drive from home. On the way home we stopped by the Garda-lake. 

On Saturday I became twenty and my birthday was mostly spent in the garden on the trampoline with the au-pair kids and i got a cake, birthday song and birthday greetings from home. 

Today I decided to go on a bike-ride to the city Treviso but this weekend they had this festival for the Alpini-army (i dont know more about them except they wear Peter Pan hats). There were a lot of people in the city-center and parades all day long which i thought was very interesting. 

The pictures above are just a few of many i have taken in the past week. Everything is so beautiful here in Italy and i have to say so far so good. I think I really like it here. 

-Freydís


No comments:

Post a Comment