Tuesday, March 28, 2017

LUSH haul & review


Um daginn skelltum við vinkona mín okkur í smá skvísuferð til Lundúna og þá var smá verslað. Við fórum meðal annars inn í uppáhalds búðina mína í öllum heiminum - Lush og eyddum þar góðri stund. Fyrir þá sem ekki vita selur Lush ferskar og handgerðar snyrtivörur sem eru 100% vegetarian, cruelty free, náttúrulegar, fair trade vottaðar og margar hverjar vegan. Á heimasíðunni þeirra er líka hægt að sjá lista yfir innihaldsefni og lesa um hvert efni fyrir sig. Lush reynir einnig að nota sem umhverfisvænstar umbúðir. Ég hef áður prófað allskonar bað-bombur, olíur og maska og hingað til fílað flest sem ég hef prófað svo í þetta skiptið ákvað ég að prófa eitthvað alveg nýtt.


Ég keypti mér þetta sjampó sem heitir Jason and the argan oil. Það er vegan sjampóstykki og lyktar SJÚKLEGA vel. Ef ég á að segja eins og er þá batt ég ekki miklar vonir við þetta sjampó, enda bara vön að nota sápur í fljótandi formi en vinkona mín keypti sér alveg eins sjampó og við erum sammála því að Jason er bara helvíti fínn! Held að hárið mitt hafi sjaldan litið jafnt vel út og mér finnst ég þurfa að þvo það sjaldnar. Vegna þess að þetta sjampó er í föstu formi er það ekki selt í umbúðum. Af því að ég ferðast mikið ákvað ég að kaupa svona krúttlega tin-öskju utan um sjampóið og hárnæringuna svo það myndi ekki brotna allt út um allt í ferðatöskunni.

Jason and the argan oilHárnæringin sem ég keypti heitir BIG og ber nafn með rentu. Á heimasíðu Lush segir að tilgangur vörunnar sé að láta þér líða eins og hafmeyju og svona úr æskuminningum eru hafmeyjur ALLTAF með fallegt hár. Mér finnst aðeins furðulegra að nota hárnæringu í föstu formi heldur en sjampóið því hún freyðir ekkert það mikið og mér líður einhvern veginn ekki eins og ég sé að setja neitt rosalega mikið í hárið á mér. Þegar ég skola næringuna úr kemur þó í ljós að maður þarf ekkert mikið því hárið verður alveg silkimjúkt. Ég veit ekki hvort ég er ein um það en þegar ég nota venjulega hárnæringu set ég alltaf heilan helling og hárnæringarbrúsinn klárast alltaf langt á undan sjampóbrúsanum en með þessa næringu er eiginlega ekkert hægt að setja of mikið. Eins og sjampóið er hárnæringin vegan sem mér finnst mikill kostur.


BIGSjampóið og hárnæringin


Ókei, þetta hljómar kannski smá spes en ég keypti mér tannkrem í töfluformi. Það virkar þannig að maður bryður töflurnar á milli tannanna, bleytir svo tannburstann (valfrjálst) og burstar eins og með venjulegu tannkremi. Ég keypti mér tvær týpur, annars vegar BOOM sem er svart tannkrem og hins vegar Sparkle sem er djúphreinsitannkrem. Mér finnst mjög fínt að nota þessi tannkrem einu sinni á dag því það er ekkert flúor í því og ég finn að ef ég nota það eingöngu verða tennurnar svolítið viðkvæmar en ég er með frekar viðkvæmar tennur fyrir. Það hreinsar tennurnar rosalega vel og ég finn að svarta tannkremið gerir þær extra hvítar. Bæði tannkremin eru vegan.
Síðasta varan sem ég keypti er body lotion/handaáburður sem ber nafnið Charity pot. Ég keypti þetta krem ekki vegna þess að mig vantaði eitthvað krem heldur vegna þess að Lush gefur 100% ágóða þess til grasrótar-góðgerðasamtaka (grassroots charities). Ég ætlaði mér fyrst að gefa mömmu minni þetta krem en þegar ég kom heim frá London vorum við að flytja svo ég var ekkert að pakka upp úr töskunni og þá fór ég í skólaferðalag til Spánar í viku þannig ég eiginlega gleymdi að ég ætti þetta krem. Þegar ég loksins prófaði það langaði mig ekkert að gefa það frá mér því ég mér finnst svo góð lykt af því.


Þar til næst
-Freydís


No comments:

Post a Comment