Árið 2017 var skemmtilegt, frábært, krefjandi, erfitt og fjölbreytt allt í senn og má segja að það hafi verið algjör rússíbani. Í byrjun árs deildum við mamma herbergi heima hjá ömmu minni og afa. Í mars fengum við svo nýja húsið okkar afhent og fluttum þangað. Á meðan flutningunum stóð var heilmikið flakk á mér en í lok febrúar fór ég til London ásamt vinkonu minni og viku seinna fór ég í skólaferðalag til Barcelona.
Í maí tók ég svo eitt stærsta skref sem ég hef tekið hingað til og fór sem aupair til Ítalíu. Ég dvaldi þar 1/3 af árinu eða í 4 mánuði. Ég kynntist þar æðislegu fólki og þremur yndislegum stúlkum sem ég er stolt af því að kalla fjölskylduna mína. Einnig eignaðist ég frábærar vinkonur úti sem gerðu hverja helgi ógleymanlega. Ég fékk líka Matta, kærastann minn í heimsókn og ég sýndi honum Feneyjar og við skoðuðum Flórens saman. Svo kom mamma að sækja mig en áður en við fórum heim skoðuðum við Róm og skruppum í smá heimsókn til Þýskalands þar sem við skoðuðum Munchen og hittum ættingja í Regensburg.
Þegar heim var komið fór ég strax á fullt í skólanum og vegna þess að mér fannst ekki nóg álag að hafa komið nokkrum vikum of seint inn í önnina ákvað ég að vera í þremur störfum samhliða fullu námi. Ég get ekki sagt að ég mæli með því. Á sama tíma og skólinn var ótrúlega strembinn var einnig mjög gaman. Ég hélt áfram að kynnast nýju fólki, við vinkonurnar vorum duglegar að hittast og læra saman (ég hefði ekki náð viðskiptafræði eða stærðfræði án þeirra aðstoðar!) og að lokum náði ég að útskrifast. Ég hélt meira að segja ræðu fyrir hönd nýstúdenta við athöfnina og talaði þar um kvíða ungmenna og deildi minni persónulegu reynslu af hinni eilífu glímu við kvíða og þunglyndi og hversu kærkomin sú aðstoð er sem skólinn minn býður upp á.
Á árinu fór ég einnig nokkuð langt út fyrir þægindarammann og opnaði þetta blogg. Ég setti mér það áramótaheit að læra að verða alveg sama um hvað öðrum finnst um mig og ég held að ég hafi eiginlega bara tekið þennan blessaða þægindaramma og hent honum í ruslið.
Samhliða öllu sem ég tók mér fyrir hendur fylgdi sorgin mér áfram. Nú eru að verða liðin tvö ár frá því ég hitti pabba minn og besta vin seinast og sorginni fylgja alls konar tilfinningar. Það er erfitt að hafa hann ekki hjá mér á gleði- og sorgarstundum og þegar ég næ markmiðum mínum er sárt að geta ekki faðmað hann og heyrt hann segja hve stoltur hann er af mér. Ég veit þó að hann væri það.
Ég er ólýsanlega þakklát þeim stuðningi sem ég hef frá fólkinu í kringum mig, kærastanum mínum, vinkonum, mömmu, systkinum mínum og tengdaafjölskyldunni. Án þessa þétta stuðningsnets sem ég hef hefði ég ekki getað neitt af því sem ég áorkaði á árinu.
Ég tek nýja árinu með opnum örmum og hlakka til að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég er ekki enn búin að strengja áramótaheit og ef ég læt verða af því mun ég örugglega skrifa færslu um það.
Ég læt nokkrar myndir frá árinu 2017 fylgja
Gleðilegt nýtt ár!
-Freydís
Í maí tók ég svo eitt stærsta skref sem ég hef tekið hingað til og fór sem aupair til Ítalíu. Ég dvaldi þar 1/3 af árinu eða í 4 mánuði. Ég kynntist þar æðislegu fólki og þremur yndislegum stúlkum sem ég er stolt af því að kalla fjölskylduna mína. Einnig eignaðist ég frábærar vinkonur úti sem gerðu hverja helgi ógleymanlega. Ég fékk líka Matta, kærastann minn í heimsókn og ég sýndi honum Feneyjar og við skoðuðum Flórens saman. Svo kom mamma að sækja mig en áður en við fórum heim skoðuðum við Róm og skruppum í smá heimsókn til Þýskalands þar sem við skoðuðum Munchen og hittum ættingja í Regensburg.
Þegar heim var komið fór ég strax á fullt í skólanum og vegna þess að mér fannst ekki nóg álag að hafa komið nokkrum vikum of seint inn í önnina ákvað ég að vera í þremur störfum samhliða fullu námi. Ég get ekki sagt að ég mæli með því. Á sama tíma og skólinn var ótrúlega strembinn var einnig mjög gaman. Ég hélt áfram að kynnast nýju fólki, við vinkonurnar vorum duglegar að hittast og læra saman (ég hefði ekki náð viðskiptafræði eða stærðfræði án þeirra aðstoðar!) og að lokum náði ég að útskrifast. Ég hélt meira að segja ræðu fyrir hönd nýstúdenta við athöfnina og talaði þar um kvíða ungmenna og deildi minni persónulegu reynslu af hinni eilífu glímu við kvíða og þunglyndi og hversu kærkomin sú aðstoð er sem skólinn minn býður upp á.
Á árinu fór ég einnig nokkuð langt út fyrir þægindarammann og opnaði þetta blogg. Ég setti mér það áramótaheit að læra að verða alveg sama um hvað öðrum finnst um mig og ég held að ég hafi eiginlega bara tekið þennan blessaða þægindaramma og hent honum í ruslið.
Samhliða öllu sem ég tók mér fyrir hendur fylgdi sorgin mér áfram. Nú eru að verða liðin tvö ár frá því ég hitti pabba minn og besta vin seinast og sorginni fylgja alls konar tilfinningar. Það er erfitt að hafa hann ekki hjá mér á gleði- og sorgarstundum og þegar ég næ markmiðum mínum er sárt að geta ekki faðmað hann og heyrt hann segja hve stoltur hann er af mér. Ég veit þó að hann væri það.
Ég er ólýsanlega þakklát þeim stuðningi sem ég hef frá fólkinu í kringum mig, kærastanum mínum, vinkonum, mömmu, systkinum mínum og tengdaafjölskyldunni. Án þessa þétta stuðningsnets sem ég hef hefði ég ekki getað neitt af því sem ég áorkaði á árinu.
Ég tek nýja árinu með opnum örmum og hlakka til að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég er ekki enn búin að strengja áramótaheit og ef ég læt verða af því mun ég örugglega skrifa færslu um það.
Ég læt nokkrar myndir frá árinu 2017 fylgja
Gleðilegt nýtt ár!
-Freydís
London
Barcelona
Ítalía
Flórens
Mamma í Feneyjum
Við mæðgur í Róm
Munchen
Vinkonur í Feneyjum, Virginia, ég og Marianne
Haustið
Útskrift 21. des 2017
Áramót 2017-18
No comments:
Post a Comment