Sunday, June 18, 2017

Zero waste: blæðingar // periods


ENGLISH BELOW! 

Ég er ekki góð í tölulegum staðreyndum en ég veit að kona sem notar einnota túrtappa eða dömubindi  í hvert skipti sem hún fer á túr framleiðir ansi mikið af rusli yfir ævina. Ókei, við framleiðum flest ansi mikið af rusli en mér hefði aldrei dottið í hug að það gæti verið svona auðvelt að minnka við eigin ruslaframleiðslu með því að nota fjölnota tíðavörur. Nú hugsa örugglega margir "ojj, er það ekkert ógeðslegt?". Eftir að ég sá hrafn (já, fuglinn) stela blóðugu dömubindi úr yfirfullri ruslatunnu þá finnst mér nákvæmlega EKKERT ógeðslegt við það að tæma álfabikarinn minn í klósettið og skella fjölnota dömubindunum mínum í þvottavélina. 



Atvikið með hrafninn gerðist í alvörunni og það gerðist HEIMA HJÁ MÉR! Ég var búin að eiga álfabikar í meira en ár en alltaf notað einnota dömubindi með (og tjah, stundum gleymt alveg að nota hann) en eftir að sjá fuglinn fljúga í burtu með blóðugt dömubindi frá MÉR ákvað ég að gera mitt til þess að þetta kæmi aldrei upp aftur. 



Ég keypti mér þessi gullfallegu dömubindi frá merkinu Svartir Svanir. Ég ákvað fyrst að kaupa mér bara tvo litla linera til að sjá hvernig þetta hentaði mér en fljótlega keypti ég mér fleiri og get nú farið áhyggjulaus á túr og segi stolt frá því að ég hef ekki notað einnota dömubindi eða túrtappa síðan. Þau eru mjög auðveld bæði í notkun og þrifum og mér finst linerarnir henta fullkomlega með álfabikarnum eða þegar blæðingarnar eru litlar (þeir þola samt ansi mikið). Bindin eru hönnuð og saumuð á Íslandi og til gamans má geta að konan sem á merkið er nafna mín.



Álfabikarinn minn er frá merki sem heitir mooncup og mig minnir að ég hafi fengið hann í heilsuhúsinu. Mooncup er breskt fyrirtæki og eru bikararnir fair-trade, vegan og endast í mörg ár.

-Freydís

// English Version //

I am no expert when it comes to numbers but I know that a woman who uses disposable pads or tampons every time she gets her period makes a lot of trash in her lifetime. OK, most of us produce a lot of junk but I never would have thought it could be so easy to decrease my own trash-production by switching into reusable products. Now someone might think “oh, but isn´t that kind of gross?”. Well, after I saw a raven (yes, the bird) steal a bloody menstrual pad out of an overflowing rubbish bin, I don´t see ANYTHING gross about emptying my menstrual cup into the toilet or throwing my pads in the washing mashine.

The incident with the raven happened in real life AND IT HAPPENED TO ME! I had owned a menstrual cup for over a year when it happened but always kind of forgot to use it. After seeing the bird fly away with MY bloody menstrual pad I decided to do my best not to let anything like that happen to me again!


I bought these beautiful reusable pads that are homemade by an Icelandic woman. At first I only bought two of her liners to try if this was something for me but soon I bought more and I have been loving them. They are so easy both to use and to clean. I can proudly say that I have not used any disposable pads or tampons since I bought them. I have been using them along with my menstrual cup and on their own and I can tell you that they can take a lot even though they look small.


My menstrual cup is from a British brand called Mooncup. Their cups are fair-trade, vegan, made in England and can last you many years. 

-Freydís




2 comments:

  1. Svo eru alveg nokkur merki í viðbót sem eru íslensk. Jógu, Sól&Máni, Touch of clouds, Gríslingar og Brák

    ReplyDelete
    Replies
    1. Já, við erum svo heppin á íslandi með úrvalið af taubindum að allir ættu að geta fundið eitthvað fyrir sinn smekk

      Delete