Saturday, August 5, 2017

Ítalía: Update // ENGLISH VERSION BELOW

Hey, hæ, hó,
Nú er minna en vika eftir af aupair-ævintýrinu mínu og bara MÁNUÐUR í að ég komi heim til Íslands (er orðin pínu spennt). Í Júlí fór ég næstum því hverja helgi til Feneyja að hitta vinkonur mínar. Við höfum meðal annars farið farið til eyjunnar Murano og séð glerblásara að verki, Burano sem er þekkt fyrir handgerðar blúndur, kíkt út á lífið og skoðað Feneyjar. Maður upplifir eitthvað nýtt í hvert skipti sem maður kemur þangað. Þess á milli hef ég verið dugleg að kíkja í sund, farið í hjólatúra og borðað þyngd mína í ís. Þegar litið er til baka er ég mjög ánægð með ferðina. Þrátt fyrir að hafa glímt við mikla heimþrá á tímum, sorgin og kvíðinn bankað upp á af og til er ég virkilega sátt. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst æðislegu fólki, verið hjá yndislegri fjölskyldu og eignast vinkonur fyrir lífstíð. Síðustu dögunum mínum sem aupair ætla ég að eyða með fjölskyldunni í Caorle og eftir það mun ég ferðast þangað ég kem heim en ég fjalla meira um það seinna. 
Að neðan er brotabrot af þeim myndum sem ég hef tekið í sumar bæði á símann og myndavélina, endilega njótið.



// ENGLISH VERSION \\

Now I have less than one week left as an aupair and only ONE MONTH until I go back to Iceland. In July I went to Venice almost every weekend to meet up with my friends and we have been to Murano and Burano Islands, explored Venice and spent some evenings out amongst other things. During the weekdays I've gone swimming, biking and overall i've eaten my weight in gelato. Looking back I am very happy with the way this trip has turned out and even though I've had to deal with homesickness, sorrow and anxiety every now and then I am very glad that I came here and that I didn't give up! I am so grateful for this opportunity that I got, the people that I've met, how lucky I was with my host-family and the amazing  friends I've made. My last few aupairing days I am going to spend with my host-family in Caorle and after that I will do some traveling until I go home. I will write more about that later.
Below is a fracture of all the pictures I've taken this summer both with my iphone and my camera.

-Freydís

























No comments:

Post a Comment