Tuesday, June 27, 2017

Ítalía: Hálfleikur!


Nú er dvölin mín hér á Ítalíu næstum hálfnuð, tveir mánuðir alveg að verða búnir og bara tveir eftir. Mér finnst tíminn ekkert smá fljótur að líða! Ég er búin að eignast æðislegar aupair-vinkonur sem gera þetta ferðalag mitt margfalt skemmtilegra og er dugleg að fara bæði inn í Treviso og Feneyjar með þeim. Ég fór líka til Verónu fyrir stuttu með Marianne, vinkonu minni þar sem við skoðuðum meðal annars hús Júlíu (þar sem sagan um Rómeó og Júlíu átti að eiga sér stað). 


Um helgina fór ég með aupair-fjölskyldunni minni til Caorle þar sem við fórum meðal annars á ströndina, borðuðum slatta af ís og eyddum tíma í að rölta um þennan fallega bæ. Ég hef ekki verið neitt sérstaklega dugleg hingað til að eyða frítímanum mínum með fjölskyldunni því ég hef verið svo upptekin við að skoða mig um og hitti vinkonur mínar nær allar helgar. Ég skemmti mér mjög vel um helgina og þótt það sé mikilvægt að upplifa landið með einhverjum á svipuðu reki og ég þá held ég að það sé ekki síður mikilvægt að eyða tíma saman með fjölskyldunni án alls stress sem oft fylgir virkum dögum. 


Elena, Gioia, Jasmine

Caorle - Í góðu skyggni sést yfir til Króatíu



-Freydís

Sunday, June 18, 2017

Zero waste: blæðingar // periods


ENGLISH BELOW! 

Ég er ekki góð í tölulegum staðreyndum en ég veit að kona sem notar einnota túrtappa eða dömubindi  í hvert skipti sem hún fer á túr framleiðir ansi mikið af rusli yfir ævina. Ókei, við framleiðum flest ansi mikið af rusli en mér hefði aldrei dottið í hug að það gæti verið svona auðvelt að minnka við eigin ruslaframleiðslu með því að nota fjölnota tíðavörur. Nú hugsa örugglega margir "ojj, er það ekkert ógeðslegt?". Eftir að ég sá hrafn (já, fuglinn) stela blóðugu dömubindi úr yfirfullri ruslatunnu þá finnst mér nákvæmlega EKKERT ógeðslegt við það að tæma álfabikarinn minn í klósettið og skella fjölnota dömubindunum mínum í þvottavélina. 



Atvikið með hrafninn gerðist í alvörunni og það gerðist HEIMA HJÁ MÉR! Ég var búin að eiga álfabikar í meira en ár en alltaf notað einnota dömubindi með (og tjah, stundum gleymt alveg að nota hann) en eftir að sjá fuglinn fljúga í burtu með blóðugt dömubindi frá MÉR ákvað ég að gera mitt til þess að þetta kæmi aldrei upp aftur. 



Ég keypti mér þessi gullfallegu dömubindi frá merkinu Svartir Svanir. Ég ákvað fyrst að kaupa mér bara tvo litla linera til að sjá hvernig þetta hentaði mér en fljótlega keypti ég mér fleiri og get nú farið áhyggjulaus á túr og segi stolt frá því að ég hef ekki notað einnota dömubindi eða túrtappa síðan. Þau eru mjög auðveld bæði í notkun og þrifum og mér finst linerarnir henta fullkomlega með álfabikarnum eða þegar blæðingarnar eru litlar (þeir þola samt ansi mikið). Bindin eru hönnuð og saumuð á Íslandi og til gamans má geta að konan sem á merkið er nafna mín.



Álfabikarinn minn er frá merki sem heitir mooncup og mig minnir að ég hafi fengið hann í heilsuhúsinu. Mooncup er breskt fyrirtæki og eru bikararnir fair-trade, vegan og endast í mörg ár.

-Freydís

// English Version //

I am no expert when it comes to numbers but I know that a woman who uses disposable pads or tampons every time she gets her period makes a lot of trash in her lifetime. OK, most of us produce a lot of junk but I never would have thought it could be so easy to decrease my own trash-production by switching into reusable products. Now someone might think “oh, but isn´t that kind of gross?”. Well, after I saw a raven (yes, the bird) steal a bloody menstrual pad out of an overflowing rubbish bin, I don´t see ANYTHING gross about emptying my menstrual cup into the toilet or throwing my pads in the washing mashine.

The incident with the raven happened in real life AND IT HAPPENED TO ME! I had owned a menstrual cup for over a year when it happened but always kind of forgot to use it. After seeing the bird fly away with MY bloody menstrual pad I decided to do my best not to let anything like that happen to me again!


I bought these beautiful reusable pads that are homemade by an Icelandic woman. At first I only bought two of her liners to try if this was something for me but soon I bought more and I have been loving them. They are so easy both to use and to clean. I can proudly say that I have not used any disposable pads or tampons since I bought them. I have been using them along with my menstrual cup and on their own and I can tell you that they can take a lot even though they look small.


My menstrual cup is from a British brand called Mooncup. Their cups are fair-trade, vegan, made in England and can last you many years. 

-Freydís




Monday, June 5, 2017

ÁSKORUN: Fast-fashion fast


ENGLISH VERSION BELOW


Ég var búin að skrifa færslu sem ég ætlaði að birta í gær en ákvað svo að skrifa þessa í staðin. Í sumar ætla ég að taka þátt í áskorun sem kallast Fast-fashion fast eða "skynditískufasta" á góðri Íslensku. Upphafsmanneskja áskorunnarinnar er tískubloggarinn og youtubarinn Verena Erin en hún skrifar um fair-trade og umhverfisvæna tísku auk þess að koma fram með alls kyns áhugaverða punkta um "fast fashion". 

Fast-fashion fast er áskorun sem stendur yfir mánuðina júní, júlí og ágúst og hefur hver mánuður ákveðið þema. Þátttakendur geta skráð sig á póstlista og fengið póst á tveggja vikna fresti með alls kyns leiðbeiningum, aukaáskorunum og pælingum sem aðstoða mann við áskoruninna auk þess sem hægt er að ganga í facebookhóp þar sem fram fara mjög áhugaverðar umræður. Aðaláskorunin er þó sú að versla enga "Skynditísku" yfir sumarmánuðina og í júní er ákveðin aukaáskorun að versla ENGIN föt í mánuðinum. Enn sem komið er leggst þetta allt ákaflega vel í mig og það að versla engin föt í mánuð virðist ekki ógerlegt (kannski af því að ég er hvort sem er að spara). 

Þeir sem vilja skrá sig geta gert það HÉR og það er hægt til 15. júní. Það er frítt að skrá sig og alltaf hægt að afskrá sig ef þetta vekur ekki áhuga manns (get samt lofað að þetta er mjög áhugaverð áskorun!). 




Ég hvet alla til að kynna sér og taka þátt í áskoruninni með mér
Þar til næst
Freydís


_________________________________________________________________________________

English version

I had already written a blogpost that I was going to publish yesterday but I had a last-minute change of heart and decided to write this one instead. This summer I am taking part in a challenge called "Fast-fashion fast". The inventor of the challenge is the fashion blogger and youtuber Verena Erin but she talks about fair-trade and eco-friendly fashion on her blog and youtube channel as well as educating her followers about the fast fashion industry.

The Fast-fashion fast is a challenge for the months of June, July and August and each month has a special theme. Participants can subscribe to a mailing list and receive emails every two weeks with all kinds of instructions, additional challenges and activities that are meant to help with the challenge, as well as joining a facebook group where some very interesting discussions take place. The main challenge however is the pledge to not buy clothes from fast-fashion retailers over the summer months and in June there is the extra-challenge to not buy ANY clothes at all for a whole month. I know I am only a few days into the challenge but so far so good and I think not buying any clothes for a month wont be so hard (maybe because am already trying to save my money).

If anyone wants to sign up for the challenge they can do so HERE and it is possible until June 15th. Signing up is free and you can unsubscribe at any time if this does not interest you (i promise this is a very interesting challenge though!)


I encourage everyone to join me on this challenge!
-Freydís