Monday, September 18, 2017

Síðasta ítalíufærslan & Q&A

Nú eru sirka tvær vikur síðan ég kom heim úr sumarævintýrinu mínu og ég er eiginlega bara enn að lenda. Þetta sumar var skemmtilegt, spennandi, erfitt og í alla staði frábært og ég get sko alveg mælt með því að gerast aupair í smá tíma fyrir þá sem eru með útþrá á háu stigi, námsleiða, í lausu lofti eða   bara langar að prófa eitthvað nýtt. Yfir sumarið fékk ég nokkrar spurningar sem tengdust aupairstarfinu og langar mig að svara nokkrum þeirra í þessari færslu.

Hvernig verður maður aupair?
Ég fann fjölskylduna mína í gegnum síðuna Aupairworld.com en þar geta bæði host-fjölskyldur og aupair-ar skráð sig (aupair skrá sig frítt en host-fjölskyldur borga áskrift af öryggisástæðum). Þar bjó ég mér til aðgang, skrifaði smá texta um sjálfa mig, setti inn myndir og ferilskrá, valdi hvaða landa mig langaði til og hversu lengi mig langaði að vera. Þá gátu fjölskyldur frá þeim löndum skoðað prófílinn minn og sent mér skilaboð og ég gat einnig skoðað fjölskyldur sem mér leist á. Ég var búin að vera í samskiptum við um það bil 10-20 fjölskyldur á um það bil þriggja vikna tímabili þegar ég valdi fjölskyldu sem mér leist best á og þeim leist rosa vel á mig líka. Eftir það hófust umræður um það hvernig við vildum hafa allt, við ræddum aupair-samninginn fram og tilbaka, vinnutíma og mitt hlutverk inni á heimilinu, hvað skyldi gera við hvaða aðstæður sem er og í janúar 2017 bókaði ég flug til Ítalíu. 


Þarf að kunna tungumálið?

Ég kunni ekki stakt orð í ítölsku þegar ég kom og samskipti við börnin voru pínu flókin til að byrja með. Mitt hlutverk var að tala ensku við börnin og foreldrarnir vissu að ég kynni ekki ítölsku. Þetta reddaðist svosem allt, krakkarnir lærðu einhverja ensku og ég slatta ítölsku en það fer algjörlega eftir fjölskyldum og löndum hvort það þurfi að kunna tungumálið. Það er þó alltaf betra að geta reddað sér í landinu sem maður ætlar að dvelja í. 

Kostar mikið að vera aupair?
Ég var búin að safna mér um það bil 200 þúsund til að hafa í varasjóð áður en ég fór út í maí og sá peningur lá óhreyfður á bankabók allan tímann sem ég vann sem aupair, svo í ágúst þegar ég fór að ferðast þá gat ég notað þann pening. Fjölskyldan á að borga flest fyrir mann en svo fer það eftir samkomulagi hvort maður borgi sjálfur bæði flugin (út og heim) eða hvort fjölskyldan borgi annað hvort. Það fer einnig eftir samkomulagi hvort fjölskyldan borgi samgöngukostnað á ákveðnu svæði.

Fær maður vel borgað?
Það er ekki talað um laun þegar maður er aupair heldur vasapening. Maður er ekki að vinna nema þá barnapössun og létt húsverk og vinnutími má aldrei fara yfir 5 klukkutíma á dag. Það er misjafnt eftir löndum, fjölskyldum og vinnutíma hvað vasapeningurinn er mikill en á Ítalíu er venjan ca 65-100 evrur á viku minnir mig. 

Varstu heppin með fjölskyldu?
Ég tel mig hafa verið mjög heppna með fjölskyldu en það er ekki þar með sagt að lífið hafi verið eintómur dans á rósum. Þeir sem fara út sem aupair og segjast hafa verið hjá FULLKOMRI fjölskyldu eru einfaldlega að ljúga... Það er engin fullkomin fjölskylda til. Börnin gátu oft verið erfið og þau gátu alveg grenjað og öskrað bæði á mig, hvert á annað og á foreldra sína. Stundum vissi ég ekkert hvað ég átti að gera og stundum voru allir pirraðir. Ég held að þannig sé það hjá öllum fjölskyldum. Íslenskum, erlendum með aupair eða án. Ég ákvað það bara strax að ég væri ekki uppeldisaðilinn. Ég er ekki foreldri, hef aldrei alið upp barn og get ekki vitað betur en foreldrarnir sjálfir svo ég passaði mig bara að fylgja þeirra reglum og vera dugleg að spurja ef ég var ekki viss.

Fékkstu aldrei heimþrá?
Ó jú, svo sannarlega. Fyrsta kvöldið mitt grét ég mig í svefn því ég hélt ég væri að gera hræðileg mistök að fara langt í burtu frá öllu og öllum sem ég þekkti. Þetta vandist nú samt furðu vel og heilt yfir litið fékk ég ekkert svo oft heimþrá. Heimþrá er ekki af hinu slæma, það væri nú frekar að eitthvað væri ekki í lagi ef maður fengi alls enga heimþrá. Ég tel mig mikið sterkari og sjálfstæðari manneskju eftir þetta allt saman. 

Nú tekur íslenska haustið við mér. Ég er á fullu í skólanum, stefni á útskrift í vetur og ætla að sjálfsögðu að halda áfram að skrifa um það sem mér dettur í hug. Einnig er ég mjög dugleg á instagram og heiti þar freydis97
 Mig langar að segja takk kærlega fyrir mig við alla sem fylgdust með Ítalíuævintýrinu mínu og ég vona að sem flestir haldi áfram að fylgjast með mér.

Hér fyrir neðan er brot af þeim myndum sem ég tók síðasta mánuðinn úti. Ég fékk tvær heimsóknir, fyrst kom kærastinn minn svo mamma mín og á leiðinni heim til Íslands kíktum við mamma til Þýskalands. Myndirnar eru allar í rugli og koma ekkert endilega fyrir í réttri röð.

Flórens

Flórens

Róm

Róm

Róm

Róm

Róm

Róm

Róm

Róm

Róm

Róm

Róm

Róm

Flórens

Munchen

Munchen

Munchen

Róm

Róm

Munchen

-Freydís
Saturday, September 2, 2017

DIY skipulagsdagbók!

Heil og sæl, 
ég hef ekkert verið neitt ofsalega dugleg að skrifa færslur upp á síðkastið aðallega vegna þess að ég hef verið upptekin við það að ferðast og njóta seinustu daganna minna erlendis. Ég er stödd í München í Þýskalandi eins og er en kem heim aðfaranótt 6. september og þá verða komnir 4 mánuðir síðan ævintýrið mitt hófst. Ég ætla mér að skrifa færslu um ferðalögin mín síðastliðinn mánuðinn en nú ætla ég að koma mér að efni þessarar færslu.


Ég er algjör skipulagsfíkill og er mjög picky þegar kemur að því hvernig ég skipulegg mig. Ég hef prófað alls konar fyrirfram-planaðar dagbækur og komist að því að þær pirra mig óskaplega. Það sem pirrar mig mest við þær er hvað það verður mikil sóun ef maður er ekki að skipuleggja hvern einasta dag og oft er alls konar auka drasl á síðunum sem taka bara pláss. 

Ég var alltaf pínu smeik við bullet journal systemið en það leit út fyrir að vera svo tímafrekt svo í fyrravetur þegar ég byrjaði aftur í skólanum eftir smá pásu ákvað ég að prófa að nota bara litla stílabók undir skipulagið mitt og mér fannst það virka ágætlega. 

Stílabókin sem ég notaði í fyrravetur. Hún er úr sösterene grene og kostaði að mig minnir 700kr
Í sumar fann ég fyrir tilviljun litla og krúttlega verslun í Feneyjum sem selur alls konar handgerðar dagbækur, stílabækur, bréfsefni og fleira. Maðurinn sem rekur verslunina heitir Paolo Olbi og eftir að spjalla við hann stóðst ég ekki mátið og keypti mér þessa gullfallegu bók til að nota sem skipulagsdagbók (svo nú nota ég næstum-því bullet journal til að skipuleggja mig).


Þar sem bókin var alveg tóm, ekki línustrikuð eða fagskipt eða neitt þá ákvað ég að föndra smá og skipta bókinni upp í 5 hluta. Ég tók eina opnu úr miðju bókarinnar til að nota í merkimiðanna, svo tók ég appelsínugult karton úr föndurhorni aupairfjölskyldunnar minnar og gerði þessa litlu krúttlegu miða og límdi inn í bókina.


Ég skipti bókinni upp í fimm hluta. Fremst er ég með "á döfinni" þar sem ég geri dagatöl fyrir hvern mánuð og skrifa hjá mér mikilvæga hluti eins og t.d. tannlæknatíma, flug eða áminningar um áríðandi hluti.... svo er ég með allt sem tengist skólanum á einum stað, vinnan á öðrum, bloggið og svo aftast er ég með allskonar þar sem ég get haft hvað sem mér dettur í hug eins og tiltektar to-do lista eða nestistplön fyrir vikuna. Hér er dagatal fyrir september. Fyrir mér er mikilvægast að hafa hlutina sem einfaldasta svo ég ákvað að skrifa bara upp dagsetningarnar og svo geri ég lista fyrir neðan ef það er eitthvað sérstakt á döfinni hjá mér. 

Ég ákvað að teikna upp stundatöfluna mína í skólanum vegna þess að ég man hana aldrei. Hver áfangi á sinn eigin lit (já, svona eins og í fyrsta bekk í grunnskóla) því það auðveldar mér að muna hvaða tíma ég er að fara í. Ég er einnig með möppur undir allar glósur og námsefni og möppurnar eru í sömu litum og hver áfangi. Paolo fannst svo gaman að spjalla að hann gaf mér svona fallegt bókamerki með stafnum mínum. Ég fattaði það svo eftirá að hann hafði ruglast á dagsetningum. Það stendur 28. júlí en ég keypti bókina 29. júlí en mér finnst það bara skondið.

Allt í allt tók þetta föndur um það bil klukkutíma. Mér finnst mikilvægt að hið daglega skipulag taki sem minnstan tíma en fyrir mér er það hluti af hinum mínimalíska lífsstíl að velja vel í hvað maður ver tímanum.  Ég reyndi því eftir bestu getu að haga bókini þannig að ég geti skipulagt mig fljótt og örugglega án þess að sóa blaðsíðum. 

Ég er að spá í að hafa fastan lið hér á blogginu mínu í september tileinkaðan skólanum og skipulagi. Ég er með nokkrar færslur planaðar sem ég hlakka til að deila svo endilega fylgist með.

-Freydís

Saturday, August 5, 2017

Ítalía: Update // ENGLISH VERSION BELOW

Hey, hæ, hó,
Nú er minna en vika eftir af aupair-ævintýrinu mínu og bara MÁNUÐUR í að ég komi heim til Íslands (er orðin pínu spennt). Í Júlí fór ég næstum því hverja helgi til Feneyja að hitta vinkonur mínar. Við höfum meðal annars farið farið til eyjunnar Murano og séð glerblásara að verki, Burano sem er þekkt fyrir handgerðar blúndur, kíkt út á lífið og skoðað Feneyjar. Maður upplifir eitthvað nýtt í hvert skipti sem maður kemur þangað. Þess á milli hef ég verið dugleg að kíkja í sund, farið í hjólatúra og borðað þyngd mína í ís. Þegar litið er til baka er ég mjög ánægð með ferðina. Þrátt fyrir að hafa glímt við mikla heimþrá á tímum, sorgin og kvíðinn bankað upp á af og til er ég virkilega sátt. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst æðislegu fólki, verið hjá yndislegri fjölskyldu og eignast vinkonur fyrir lífstíð. Síðustu dögunum mínum sem aupair ætla ég að eyða með fjölskyldunni í Caorle og eftir það mun ég ferðast þangað ég kem heim en ég fjalla meira um það seinna. 
Að neðan er brotabrot af þeim myndum sem ég hef tekið í sumar bæði á símann og myndavélina, endilega njótið.// ENGLISH VERSION \\

Now I have less than one week left as an aupair and only ONE MONTH until I go back to Iceland. In July I went to Venice almost every weekend to meet up with my friends and we have been to Murano and Burano Islands, explored Venice and spent some evenings out amongst other things. During the weekdays I've gone swimming, biking and overall i've eaten my weight in gelato. Looking back I am very happy with the way this trip has turned out and even though I've had to deal with homesickness, sorrow and anxiety every now and then I am very glad that I came here and that I didn't give up! I am so grateful for this opportunity that I got, the people that I've met, how lucky I was with my host-family and the amazing  friends I've made. My last few aupairing days I am going to spend with my host-family in Caorle and after that I will do some traveling until I go home. I will write more about that later.
Below is a fracture of all the pictures I've taken this summer both with my iphone and my camera.

-Freydís

Tuesday, July 18, 2017

YUHME: A sustainable waterbottle


Water, water,water. We can´t live without it. In Iceland where the weather isn´t very warm we can surely get by without drinking many liters of it each day but oh boy, how many times I have found myself being super thirsty, dizzy and even tired because I ALWAYS FORGET to drink enough water.
So, drinking water is important and since I am trying to be a tree-hugger person I don´t want to be buying single-use plastic bottles every time I get thirsty when im out of the house, therefore I bought myself a pretty, pretty reusable water bottle.
This bottle is from a Swedish brand called YUHME. The name stands for You Us Humanity Me Enviroment (a bit of a mouthful but still a cool name). They make waterbottles from Green PE which is plastic made out of sugarcane and it is 100% BPA and toxin free. The sugarcane comes from Brazil and the bottle is then produced in Sweden. Another cool thing about this brand is that for every bottle sold, YUHME provide 6 months of clean water to someone in the Central African Republic through a small charity called Water for good.
I ordered the bottle from the website Yuhme.se and It came in a cute paper box (yay for plastic-free packaging!). The bottle I bought is called “the namaste” and it has this beautiful sugarcane pattern. I am loving it to bits and take it with me wherever I go!

YUHME is all about transparency and on their website you can find all the information you could possibly need. If not, Alex and Alex, the founders of YUHME are super friendly and helpful!

Until next time
-A happy Freydís and her pretty bottle!


Follow my blog with Bloglovin

Tuesday, July 11, 2017

A few things that boost my happinessI read a blogpost from one of my favourite bloggers about a month ago that inspired me to make this list. I originally wrote the list over a course of two weeks, writing a little bit every day. The list was so long and full of the most stupid things that I only chose a fair few that I found highlighting and might be inspiring for someone. I encourage everyone to make a list of their own and I hope you enjoy mine. 

1. Music
To begin this list of things I´d like to say that i find it amazing how music can affect the mood. For example the best way to start the day in my opinion is with the Swedish theme song from Pippi Longstocking. It is the perfect song to walk to wherever I have to go in the morning and you simply cannot go through the whole song without smiling. Another song that never fails to put me in a good mood is Pocketful of sunshine by Natasha Bedingfield. One simply cannot listen to it only once so I usually have it on repeat while I do my chores (pray for the neighbours ears who must hear me sing the same song for 1-2 hours every day). 2. The people around me
I am both talking about the people have met during my stay here in Italy and the ones I speak to at home. Its very easy to get isolated when you´re in a new country where you don´t know anybody and I really had to step out of my comfort zone when I posted a group for aupairs that I was looking for friends. I think everyone experiences homesickness sometimes and specially when spending a long time from home. What I think is best to do in that situation is talk to somebody at home (preferably about how shitty the weather is in Iceland) and then plan to meet up with some other aupairs as soon as possible. 

3. MOM! 
Talking about homesickness... In case of super-duper homesickness the best and most fool-proof remedy is to call a close family member which in my case is my mom. Talking to her is simply the best and a list of things that make me happy wouldn't be complete without her. 


4. Having something to look forward to
I can be a bit hyperbolic when it comes to having something to look forward to and I am always planning something. Whether it it tomorrows lunch, next weekends meet-up or the next 10-ish years of my life. You can bet I am planning it! For the spontaneous people in my life this can be a bit annoying but for me to get through a gloomy day I think it is very important to be able to see the sunny days ahead. 

5.  PASTA! 
Ok, food generally always makes me happy but oh, boy. Pasta. For the past two months I have been eating pasta almost every day (and sometimes twice a day) and because I am in Italy, NOBODY is judging! 


6. Gelato
Like I said, food in general makes me happy. Same as with the pasta, Gelato every day. And because of the heat - you need it!

7. The sun
Apart from being the greatest source of vitamin-d (which is known to help with depression) I simply cannot look at the sun without smiling like an idiot. The joy of being able to go outside wearing almost nothing and NOT feeling the cold biting your skin just makes me feel very happy. 

P.s I am wondering about weather to keep writing in Icelandic as well or simply switching into english completely... I guess we will find out in the next few posts.

-Freydís

Sunday, July 2, 2017

Lookbook: Vintage swimsuit


Mig langaði svo að eignast fallegan sundbol fyrir sumarið en langaði ekki að styðja fyrirtæki eins og h&m eða zöru (fannst úrvalið þar heldur ekkert spes). Draumurinn var að eignast sundbol frá einhverju flottu, umhverfisvænu, fair-trade merki en þeir sem ég hafði fundið voru allir frekar dýrir. Ég hafði einhvernvegin ekki hugsað út í það að kaupa notaðan sundbol fyrr en ég álpaðist inn í Gyllta köttinn einn seinnipart skömmu áður en ég fór til Ítalíu og sá þar körfu fulla af vintage sundfötum. 

 Ég fýla þennan sundbol í tætlur og hef notað hann á ströndinni en einnig við stuttbuxur eða pils þegar ég er í þannig stuði og mér finnst það koma mjög vel út.

I really wanted to get a one-piece bathing suit for the summer but I didn't feel like supporting fast-fashion brands. The dream was to get a fair-trade, sustainable bathing-suit but all the brands that I found were either based on the other side of the globe, or wayyyyy out of my price range. I hadn't even thought of getting a used one until I saw this one in a vintage shop in Reykjavik just a few days before leaving to Italy.

I am really loving this piece and have gotten great use out of it. I wore it to the beach the other weekend but I have also been wearing it as a part of my capsule wardrobe, paired with my vintage looking shorts or a skirt and I love how it looks!

-Freydis